Lóð og hús

ÁRTÚN 30

3D TEIKNING

GRUNNTEIKNING

UTANHÚSS

INNANHÚSS

STAÐSETNING

Svæði: 6750 m²

Verð: 78,800,000 ISK

Lóð og hús: 116 m²

Staða:Fáanlegt

Nánari lýsing:

Forstofa: Komið er inn í forstofu með fataskápum og parketi á gólfi.

Þvottahús: er inn af forstofunni og er með innréttingu, vaski og tengi fyrir þvottavél og þurrkara.

Svefnherbergi: Þrjú svefnherbergi, öll með fataskápum og parketi á gólfi. Gengið er inn í eitt svefnherbergi frá forstofu sem er mjög rúmgott (16,8 m2) og hentar vel sem svefnherbergissvíta eða góð aðstaða fyrir gesti.

Stofa: Björt og opin stofa með parketi á gólfi og útgengi út á viðarpall.

Eldhús: Í eldhúsi er graphite grá innrétting og viðarborðplata, ísskápur með frysti, innbyggð uppþvottavél, bakaraofn, innbyggð vifta í helluborði, og eyjan er ljós grá með vínkæli. Ljós fyrir ofan eyju. Parket á gólfi.

Baðherbergi: Flísalagt gólf og fibo plötur á veggjum. Vönduð innrétting, upphengt klósett, walk-in sturta með steingólfi og glerþili.

Aðstaða og búnaður:

Gólfhiti í öllum rýmum (gólfhitalagnir tengdar við tengigrind)

Gluggar og útihurðir úr ál-tré (RAL 7016)

Bræddur tvöfaldur þakpappi og þakrennur

Lagnaleið fyrir rafmagnshleðslu á bílastæði (hleðslustöð fylgir ekki)

Lagnaleið fyrir heitan pott við húsið

Steyptur sökkull og grófjafnað bílaplan